Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00