Með markhópinn inni á heimilinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 07:15 Bergrún Íris og drengirnir hennar, Hrannar Þór og Darri Freyr Arnarsynir. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er mesti heiður sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Bergrún Íris glöð með ný barnabókaverðlaun, kennd við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund. „Guðrún er mín stærsta fyrirmynd. Hún er svo frábær höfundur og bækurnar hennar svo tímalausar af því að þær eru skrifaðar beint út frá hugðarefnum barna og með húmor. Þess vegna lifa þær svo vel. Hún vissi að það verður að skrifa barnanna vegna, en ekki annarra.“ Bergrún Íris kveðst elska bækur Guðrúnar, fyrst sem barn og nú sem foreldri. „Það er svo gaman að kynna börnin sín fyrir bókunum sem maður hélt upp á. Það er ekki gefið að börn 2019 dýrki bækur sem foreldrar þeirra, hvað þá afar og ömmur, elskuðu í sinni barnæsku. Þess vegna verðum við að halda áfram að skrifa og skapa góðar, nýjar barnabækur og því eru svona verðlaun svo flott.“ Kennarinn sem hvarf heitir handritið sem Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir. Hún segir það tala beint inn í samtímann og snjallsímar komi mikið við sögu. „Bókin er væntanleg í næsta mánuði, það er svo mikilvægt að krakkar fái ekki bara bækur um jólin, heldur hafi eitthvað nýtt að lesa allt árið. Gunni Helga gaf út eina um daginn og Ævar Þór aðra þannig að við erum að dæla út efni svo að krakkarnir hafi eitthvað að gera í sumar annað en hanga með iPadinn. Svo erum við að reyna að finna út einhvern samnefnara fyrir svona vorútgáfu, orð í stíl við jólabókaflóð. Einhver stakk upp á vorleysingum en mér finnst sumarbókaspræna betra!“ Hún lofar líka bókum fyrir jólin. Ég er með eina sem ég skrifa sjálf og tvær aðrar sem ég myndskreyti.“ Bergrún Íris segir verðlaunaathöfnina í Höfða hafa verið yndislega. „Ég var með fjölskylduna, mann og tvo syni og hélt ræðu þar sem ég þakkaði foreldrum mínum fyrir skapandi uppeldi á heimili troðfullu af bókum. Maður veit ekki hversu oft maður vinnur verðlaun á ævinni og það er eins gott að nýta tækifærið og þakka mömmu og pabba. Það var þannig heima að ef eitthvað vantaði var það bara búið til, föndrað eða saumað. Ef mig langaði að lesa bók sem var ekki til var mér sagt að skrifa hana bara sjálf. Ég held að það hafi skapað minn starfsferil.“ Hún kveðst hafa byrjað að skrifa myndabækur fyrir son sinn Darra Frey, þegar hann var tveggja ára. Það var Vinur minn vindurinn sem kom út 2009. „Svo hefur stíllinn minn þróast með Darra og ég farið að skrifa bækur fyrir eldri börn en ég hendi líka í eina og eina myndabók fyrir Hrannar Þór sem er fjögurra ára. Það er ómetanlegt að hafa markhóp inni á heimilinu og geta prufukeyrt allt þar. Veit svo ekkert hvar ég enda, hvort það verður í unglingabókunum eða hvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Þetta er mesti heiður sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Bergrún Íris glöð með ný barnabókaverðlaun, kennd við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund. „Guðrún er mín stærsta fyrirmynd. Hún er svo frábær höfundur og bækurnar hennar svo tímalausar af því að þær eru skrifaðar beint út frá hugðarefnum barna og með húmor. Þess vegna lifa þær svo vel. Hún vissi að það verður að skrifa barnanna vegna, en ekki annarra.“ Bergrún Íris kveðst elska bækur Guðrúnar, fyrst sem barn og nú sem foreldri. „Það er svo gaman að kynna börnin sín fyrir bókunum sem maður hélt upp á. Það er ekki gefið að börn 2019 dýrki bækur sem foreldrar þeirra, hvað þá afar og ömmur, elskuðu í sinni barnæsku. Þess vegna verðum við að halda áfram að skrifa og skapa góðar, nýjar barnabækur og því eru svona verðlaun svo flott.“ Kennarinn sem hvarf heitir handritið sem Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir. Hún segir það tala beint inn í samtímann og snjallsímar komi mikið við sögu. „Bókin er væntanleg í næsta mánuði, það er svo mikilvægt að krakkar fái ekki bara bækur um jólin, heldur hafi eitthvað nýtt að lesa allt árið. Gunni Helga gaf út eina um daginn og Ævar Þór aðra þannig að við erum að dæla út efni svo að krakkarnir hafi eitthvað að gera í sumar annað en hanga með iPadinn. Svo erum við að reyna að finna út einhvern samnefnara fyrir svona vorútgáfu, orð í stíl við jólabókaflóð. Einhver stakk upp á vorleysingum en mér finnst sumarbókaspræna betra!“ Hún lofar líka bókum fyrir jólin. Ég er með eina sem ég skrifa sjálf og tvær aðrar sem ég myndskreyti.“ Bergrún Íris segir verðlaunaathöfnina í Höfða hafa verið yndislega. „Ég var með fjölskylduna, mann og tvo syni og hélt ræðu þar sem ég þakkaði foreldrum mínum fyrir skapandi uppeldi á heimili troðfullu af bókum. Maður veit ekki hversu oft maður vinnur verðlaun á ævinni og það er eins gott að nýta tækifærið og þakka mömmu og pabba. Það var þannig heima að ef eitthvað vantaði var það bara búið til, föndrað eða saumað. Ef mig langaði að lesa bók sem var ekki til var mér sagt að skrifa hana bara sjálf. Ég held að það hafi skapað minn starfsferil.“ Hún kveðst hafa byrjað að skrifa myndabækur fyrir son sinn Darra Frey, þegar hann var tveggja ára. Það var Vinur minn vindurinn sem kom út 2009. „Svo hefur stíllinn minn þróast með Darra og ég farið að skrifa bækur fyrir eldri börn en ég hendi líka í eina og eina myndabók fyrir Hrannar Þór sem er fjögurra ára. Það er ómetanlegt að hafa markhóp inni á heimilinu og geta prufukeyrt allt þar. Veit svo ekkert hvar ég enda, hvort það verður í unglingabókunum eða hvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög