Með markhópinn inni á heimilinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 07:15 Bergrún Íris og drengirnir hennar, Hrannar Þór og Darri Freyr Arnarsynir. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er mesti heiður sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Bergrún Íris glöð með ný barnabókaverðlaun, kennd við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund. „Guðrún er mín stærsta fyrirmynd. Hún er svo frábær höfundur og bækurnar hennar svo tímalausar af því að þær eru skrifaðar beint út frá hugðarefnum barna og með húmor. Þess vegna lifa þær svo vel. Hún vissi að það verður að skrifa barnanna vegna, en ekki annarra.“ Bergrún Íris kveðst elska bækur Guðrúnar, fyrst sem barn og nú sem foreldri. „Það er svo gaman að kynna börnin sín fyrir bókunum sem maður hélt upp á. Það er ekki gefið að börn 2019 dýrki bækur sem foreldrar þeirra, hvað þá afar og ömmur, elskuðu í sinni barnæsku. Þess vegna verðum við að halda áfram að skrifa og skapa góðar, nýjar barnabækur og því eru svona verðlaun svo flott.“ Kennarinn sem hvarf heitir handritið sem Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir. Hún segir það tala beint inn í samtímann og snjallsímar komi mikið við sögu. „Bókin er væntanleg í næsta mánuði, það er svo mikilvægt að krakkar fái ekki bara bækur um jólin, heldur hafi eitthvað nýtt að lesa allt árið. Gunni Helga gaf út eina um daginn og Ævar Þór aðra þannig að við erum að dæla út efni svo að krakkarnir hafi eitthvað að gera í sumar annað en hanga með iPadinn. Svo erum við að reyna að finna út einhvern samnefnara fyrir svona vorútgáfu, orð í stíl við jólabókaflóð. Einhver stakk upp á vorleysingum en mér finnst sumarbókaspræna betra!“ Hún lofar líka bókum fyrir jólin. Ég er með eina sem ég skrifa sjálf og tvær aðrar sem ég myndskreyti.“ Bergrún Íris segir verðlaunaathöfnina í Höfða hafa verið yndislega. „Ég var með fjölskylduna, mann og tvo syni og hélt ræðu þar sem ég þakkaði foreldrum mínum fyrir skapandi uppeldi á heimili troðfullu af bókum. Maður veit ekki hversu oft maður vinnur verðlaun á ævinni og það er eins gott að nýta tækifærið og þakka mömmu og pabba. Það var þannig heima að ef eitthvað vantaði var það bara búið til, föndrað eða saumað. Ef mig langaði að lesa bók sem var ekki til var mér sagt að skrifa hana bara sjálf. Ég held að það hafi skapað minn starfsferil.“ Hún kveðst hafa byrjað að skrifa myndabækur fyrir son sinn Darra Frey, þegar hann var tveggja ára. Það var Vinur minn vindurinn sem kom út 2009. „Svo hefur stíllinn minn þróast með Darra og ég farið að skrifa bækur fyrir eldri börn en ég hendi líka í eina og eina myndabók fyrir Hrannar Þór sem er fjögurra ára. Það er ómetanlegt að hafa markhóp inni á heimilinu og geta prufukeyrt allt þar. Veit svo ekkert hvar ég enda, hvort það verður í unglingabókunum eða hvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta er mesti heiður sem ég gæti ímyndað mér,“ segir Bergrún Íris glöð með ný barnabókaverðlaun, kennd við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund. „Guðrún er mín stærsta fyrirmynd. Hún er svo frábær höfundur og bækurnar hennar svo tímalausar af því að þær eru skrifaðar beint út frá hugðarefnum barna og með húmor. Þess vegna lifa þær svo vel. Hún vissi að það verður að skrifa barnanna vegna, en ekki annarra.“ Bergrún Íris kveðst elska bækur Guðrúnar, fyrst sem barn og nú sem foreldri. „Það er svo gaman að kynna börnin sín fyrir bókunum sem maður hélt upp á. Það er ekki gefið að börn 2019 dýrki bækur sem foreldrar þeirra, hvað þá afar og ömmur, elskuðu í sinni barnæsku. Þess vegna verðum við að halda áfram að skrifa og skapa góðar, nýjar barnabækur og því eru svona verðlaun svo flott.“ Kennarinn sem hvarf heitir handritið sem Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir. Hún segir það tala beint inn í samtímann og snjallsímar komi mikið við sögu. „Bókin er væntanleg í næsta mánuði, það er svo mikilvægt að krakkar fái ekki bara bækur um jólin, heldur hafi eitthvað nýtt að lesa allt árið. Gunni Helga gaf út eina um daginn og Ævar Þór aðra þannig að við erum að dæla út efni svo að krakkarnir hafi eitthvað að gera í sumar annað en hanga með iPadinn. Svo erum við að reyna að finna út einhvern samnefnara fyrir svona vorútgáfu, orð í stíl við jólabókaflóð. Einhver stakk upp á vorleysingum en mér finnst sumarbókaspræna betra!“ Hún lofar líka bókum fyrir jólin. Ég er með eina sem ég skrifa sjálf og tvær aðrar sem ég myndskreyti.“ Bergrún Íris segir verðlaunaathöfnina í Höfða hafa verið yndislega. „Ég var með fjölskylduna, mann og tvo syni og hélt ræðu þar sem ég þakkaði foreldrum mínum fyrir skapandi uppeldi á heimili troðfullu af bókum. Maður veit ekki hversu oft maður vinnur verðlaun á ævinni og það er eins gott að nýta tækifærið og þakka mömmu og pabba. Það var þannig heima að ef eitthvað vantaði var það bara búið til, föndrað eða saumað. Ef mig langaði að lesa bók sem var ekki til var mér sagt að skrifa hana bara sjálf. Ég held að það hafi skapað minn starfsferil.“ Hún kveðst hafa byrjað að skrifa myndabækur fyrir son sinn Darra Frey, þegar hann var tveggja ára. Það var Vinur minn vindurinn sem kom út 2009. „Svo hefur stíllinn minn þróast með Darra og ég farið að skrifa bækur fyrir eldri börn en ég hendi líka í eina og eina myndabók fyrir Hrannar Þór sem er fjögurra ára. Það er ómetanlegt að hafa markhóp inni á heimilinu og geta prufukeyrt allt þar. Veit svo ekkert hvar ég enda, hvort það verður í unglingabókunum eða hvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Bergrún Íris handhafi nýrra barnabókaverðlauna Bergrún Íris Sævarsdóttir varð í dag fyrsti handhafi nýrra barnabókaverðlauna sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur. 24. apríl 2019 15:45
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning