Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári manns sem var að stinga á hjólbarða á bíl í póstnúmeri 108 í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Þá var ökumaður í hverfi 110 handtekinn á tíunda tímanum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tók hann afskiptum lögreglu afar illa og veitti mótspyrnu við handtöku. Hann hefur síðan verið látinn laus þegar ástand hans var skárra.
Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í hverfi 110. Var hann látinn laus að lokinni sýnatöku.
Gripinn glóðvolgur við að stinga á dekk
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
