Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 14:45 Kafarar leita að líki ungrar stúlku í stöðuvatni nærri Nicosia, höfuðborg Kýpur. AP/Petros Karadjias Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00