Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:30 Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður. Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu. Konur geta vissulega fengið inni á Vernd, áfangaheimili fyrir fanga, en þar er meirihluti íbúanna karlmenn, enda eru þeir einnig meirihluti fanga. Konur sem koma á Vernd geta átt við fíknivanda að stríða, geðræn vandamál og hafa jafnvel búið við ofbeldi. Það getur því reynst þeim erfitt að þurfa jafnvel að búa einar innan um hóp karlmanna. Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnti í morgun nýja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfi. Formaður ráðsins segir ráðið hafa farið yfir alla þá þjónustu sem þegar er til staðar og rætt við bæði heimilislausa sem og meðferðaraðila til að henda reiður á því hvar vöntun sé til að mæta vandanum á réttan hátt. Stefnt sé á að stórauka búsetuúrræði og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heimilisleysi. Finna á þá sem eru í áhættuhópi til að þróa með sér heimilisleysi og veita þeim fræðslu og stuðning. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis og fíknivanda, bendir á að fleiri úrræði séu í boði fyrir karla en konur og vonast til að breytingar verði þar á. „Úrræðin hafa svolítið hentað körlunum betur. Þar af leiðandi erum við að týna konum svolítið inn í kerfinum. Til dæmis að konur sem koma úr fangelsi fara inn í úrræði þar sem eru bara karlar. Það er ekki öruggur staður fyrir konur. Svona hluti þurfum við að skoða miklu betur og tryggja öryggi kvenna,“ segir Kristín. Valgerður Bjarnadóttir, yfirlæknir á Vogi, tekur í sama streng. Hún fagnar því að huga eigi að stóru myndinni og ráðast í fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Konur hafi staðið höllum fæti hvað varðar úrræði. Nauðsynlegt sé að mæta öllum með fordómaleysi sama hvaðan þeir koma. „Það á að fá sömu þjónustu og aðrir. Hvort sem það kemur á Landspítalann, heilsugæsluna, meðferð eða í félagslegakerfið. Við erum góð á Íslandi, en við getum gert enn betur,“ segir Valgerður.
Fangelsismál Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira