Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 22:34 Borche var brattur en svekktur í kvöld. vísir/daníel ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45