Pútín segir dóm Bútínu hneyksli Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:42 Vladímír Pútín er nú staddur í Peking þar sem fundað er um hið gríðarstóra innviðaverkefni Kínverja, Belti og Braut. Getty/Mikhail Svetlov Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12