Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 18:50 Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK. mynd/hk HK tapaði í dag sinum fyrsta leik í Pepsi Max deildar karla gegn FH. FH vann 2-0 og komust yfir snemma í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var samt ánægður með frammistöðuna gegn þessu sterka liði FH. „Mér fannst frammistaðan vera nokkuð góð. Við settum þá undir nokkuð góða pressu og unnum boltann oft á góðum stöðum. Við sofnuðum á verðinum þarna einu sinni í fyrri hálfleik og síðan fannst mér þeir þurfa að hafa full lítið fyrir öðru markinu,” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK um frammistöðu sinna manna í leiknum. HK voru mikið með boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér færi. „Við vorum að spila á móti góðu liði og þá er oft erfitt að skapa færi. Við áttum töluvert af hornum og aukaspyrnum. Við erum vanir að fá aðeins meira út úr því. Heilt yfir fannst mér við vera inni í leiknum og við áttum séns. Jafnvel í stöðunni 2-0 hafði ég trú á að við myndum sækja eitt mark eða jafnvel jafna leikinn.” Brandur Olsen skoraði annað mark leiksins eftir slæm mistök í vörn HK. Brynjar er sannfærður um að það verði ekki fleiri svona mörk í sumar. „Það verða ekki fleiri svona mörk. Þetta voru ein mistök og við tökum það. Það þarf að klára færið og það var gert gríðarlega vel. Það eru bara góðir leikmenn sem gera það.” HK byrja tímabilið á að spila á móti FH, Breiðablik og Stjörnunni. Þetta er ekki auðveldasta prógrammið til að byrja sumarið á en Brynjar hefur ekki áhyggjur af því. „Þetta er bara gott. Þetta var erfiður en frábær leikur í dag. Þetta er svona leikur sem við getum unnið en við getum líka tapað. Ég geri alltaf ráð fyrir að við vinnum.” HK fá granna sína í Breiðablik í heimsókn í næsta leik. Þetta ætti að vera grannaslagur af bestu gerð og Brynjar gerir ráð fyrir að Kópavogsbúar munu fjölmenna. „Ég geri ráð fyrir rúmlega fullum Kór. Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta. Maður er bara spenntur fyrir fyrsta heimaleik HK í efstu deild í 11 ár.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
HK tapaði í dag sinum fyrsta leik í Pepsi Max deildar karla gegn FH. FH vann 2-0 og komust yfir snemma í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var samt ánægður með frammistöðuna gegn þessu sterka liði FH. „Mér fannst frammistaðan vera nokkuð góð. Við settum þá undir nokkuð góða pressu og unnum boltann oft á góðum stöðum. Við sofnuðum á verðinum þarna einu sinni í fyrri hálfleik og síðan fannst mér þeir þurfa að hafa full lítið fyrir öðru markinu,” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK um frammistöðu sinna manna í leiknum. HK voru mikið með boltann í seinni hálfleik en áttu erfitt með að skapa sér færi. „Við vorum að spila á móti góðu liði og þá er oft erfitt að skapa færi. Við áttum töluvert af hornum og aukaspyrnum. Við erum vanir að fá aðeins meira út úr því. Heilt yfir fannst mér við vera inni í leiknum og við áttum séns. Jafnvel í stöðunni 2-0 hafði ég trú á að við myndum sækja eitt mark eða jafnvel jafna leikinn.” Brandur Olsen skoraði annað mark leiksins eftir slæm mistök í vörn HK. Brynjar er sannfærður um að það verði ekki fleiri svona mörk í sumar. „Það verða ekki fleiri svona mörk. Þetta voru ein mistök og við tökum það. Það þarf að klára færið og það var gert gríðarlega vel. Það eru bara góðir leikmenn sem gera það.” HK byrja tímabilið á að spila á móti FH, Breiðablik og Stjörnunni. Þetta er ekki auðveldasta prógrammið til að byrja sumarið á en Brynjar hefur ekki áhyggjur af því. „Þetta er bara gott. Þetta var erfiður en frábær leikur í dag. Þetta er svona leikur sem við getum unnið en við getum líka tapað. Ég geri alltaf ráð fyrir að við vinnum.” HK fá granna sína í Breiðablik í heimsókn í næsta leik. Þetta ætti að vera grannaslagur af bestu gerð og Brynjar gerir ráð fyrir að Kópavogsbúar munu fjölmenna. „Ég geri ráð fyrir rúmlega fullum Kór. Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta. Maður er bara spenntur fyrir fyrsta heimaleik HK í efstu deild í 11 ár.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30