Óli Kristjáns: Erum með lið sem vill keppa við Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 27. apríl 2019 19:09 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/skjáskot FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
FH unnu í dag 2-0 á móti HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. FH komust snemma yfir og þrátt fyrir að skapa sér ekki mikið af færum var sigurinn aldrei í hættu. „Ég er ánægður með sigurinn og spilamennskuna mest megnis af leiknum. Auðvitað eru kaflar sem við hefðum viljað nýta betur,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH ánægður eftir leik dagsins. „HK er með mjög skipulagt lið og í stöðunni 1-0 biðu þeir svolítið. Þeir vissu að þeir gætu komið sér aftur inn í leikinn en ég var rólegri eftir annað markið. Við verjumst ágætlega þeim áhlaupum sem HK komu með og það er gott að byrja mótið á 2-0 sigri.” HK voru meira með boltann í seinni hálfleik en Óli var ekki að hafa áhyggjur af því. „Miðað við hvernig leikurinn endaði þá er allt í lagi þó þeir hafi verið með boltann eitthvað.” Steven Lennon og Davíð Þór Viðarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FH í dag. Steven Lennon kom inná en Davíð sat allan leikinn. Þeir eru búnir að vera að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og eru að spila sig aftur inn í liðið. „Þeir eru hvorugur búnir að spila núna í 6 vikur. Þú hoppar ekkert inn í byrjunarliðið án þess að hafa verið að spila eitthvað. Þeir eru ekki komnir í form. Það er búið að vera smá eymsli á þeim og þeir eru ekki komnir í leikform. Við þurfum að gefa þeim mínútur hér og þar til að koma þeim í stand.” FH voru með völdin mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu í honum glæsilegt mark. „Í fyrri hálfleik voru kaflar sem voru fínir. Við vorum að leysa okkur ágætlega út úr pressunni þeirra. Við sköpuðum færi og gerðum frábært mark í fyrri hálfleik. Fyrra markið var virkilega vel spilað.” HK fengu fullt af föstum leikatriðum en sköpuðu sér aldrei færi úr þeim. FH vörnin var virkilega örugg í dag og hleyptu HK aldrei í þær stöður sem þeir vildu. „Við vörðumst föstum leikatriðum HK mjög vel. Við fengum ekki á okkur skyndisóknir. Úrslitin að fara með 3 stig út úr leiknum, skora 2 mörk og fá ekkert á sig er frekar jákvætt myndi ég segja.” Brandur Olsen skoraði frábært mark langt utan af velli til að koma FH í 2-0. Brandur vann boltann og var mjög fljótur að átta sig á að hann gæti skotið strax. „Hann er með ágætis spyrnufót. Hann sá að markmaðurinn var framarlega þegar hann vinnur boltann og var fljótur að átta sig. Virkilega góð mörk hjá okkur í dag.” FH fara á Origo-völlinn á miðvikudaginn þar sem þeir spila við Val í Mjólkurbikarnum. „Ég er mjög svo spenntur fyrir þessum leik. Þetta er verðugt verkefni, við erum með lið sem að vill keppa við Val. Það verður bara virkilega skemmtilegt fyrir okkur að spila við þá.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30 Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 2-0 | Auðvelt fyrir FH í fyrsta leik FH með þægilegan 2-0 sigur en Jónatan Ingi kom þeim yfir snemma í leiknum og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 27. apríl 2019 19:30
Brynjar Björn: Fólk þarf að fara að kaupa miða núna ef það ætlar að mæta Það var nokkuð bratt yfir Brynjari þrátt fyrir tap í Krikanum í kvöld. 27. apríl 2019 18:50