Andlát: Ingveldur Geirsdóttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 20:30 Ingveldur Geirsdóttir starfaði lengst af hjá Morgunblaðinu. Kristinn Magnússon Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn. Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.
Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira