Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2019 20:15 Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert. Árborg Heilsa Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira
Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert.
Árborg Heilsa Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Sjá meira