Valur vann allt sem í boði var Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:15 Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir hlaupa sigurhring með bikarinn. Vísir/Daníel Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira