Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 16:08 Dennis Mulienberg stígur úr pontu á aðalfundi Boeing í Chicago í dag. Getty/Pool Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. Þá segir hann að enn sé unnið að hugbúnaðaruppfærslu og nýjum þjálfunarleiðbeiningum fyrir flugmennina sem munu koma til með að fljúga 737 MAX-þotunum, fari svo að kyrrsetningu þeirra verði aflétt. Forstjóri Boeing ávarpaði blaðamenn á aðalfundi fyrirtækisins í Chicago í dag en þetta er fyrsti blaðamannafundur hans frá því að víðtæka flugbannið var sett á um miðjan mars. Á fundinum lagði Muilenburg ríka áherslu á öryggi, sem hann sagði miðlægt í allri starfsemi Boeing. Fréttir sem gáfu til kynna að framleiðsla Boeing á 737 MAX hafi verið hroðvirknisleg, sökum þess að fyrirtækið vildi koma vélunum sem fyrst á markað, væru því alrangar að sögn forstjórans. „Þær eru ekki sannar. Þetta var sex ára þróunarferli, vélinni var reynsluflogið 1600 sinnum,“ sagði Muilenburg. Framleiðsluferlið hafi því verið „ítarlegt og agað.“ Auk þess væri ekkert hæft í því að öryggisbúnaður í 737 MAX hafi verið seldur aukalega að sögn Mulienburg. „Öryggisbúnaður er ekki aukahlutur.“ Hann baðst einnig afsökunar, fyrir hönd Boeing, á mannskæðu flugslysunum tveimur í Indónesíu og Eþíópíu. Slysin hefðu tekið mjög á starfsmenn fyrirtækisins og vottaði hann öllum aðstandendum hinna látnu samúð.Muilenburg sagði auk þess að verkfræðingar Boeing hafi allt frá slysinu í Eþíópíu unnið náið með bandarískum flugstjóraryfirvöldum og viðskiptavinum fyrirtækisins að uppfærslu sem kemur í veg fyrir ofrisið, sem talið er að hafi valdið báðum slysunum. Alls sé búið að gera 146 tilraunir á nýja hugbúnaðinum og segir forstjórinn að hann hafi gefið góða raun allar 246 klukkustundirnar sem prófanirnar stóðu yfir. Af þeim 50 flugfélögum sem keyptu 737 MAX-þotu hafa um 90 prósent þeirra nú þegar prófað hugbúnaðinn, að sögn Muilenburg. „Eftir að búið er að samþykkja og innleiða nýja hugbúnaðinn verður 737 MAX ein öruggasta flugvél sem hægt er að fljúga.“Stóð af sér vantraust Forstjórinn segir að Boeing muni einnig leggja allt sitt kapp á að öðlast aftur traust almennings. Einn af liðunum í því er að uppfæra og endurbæta þjálfunarleiðbeiningar fyrir flugmennina sem munu koma til með að fljúga Boeing-vélunum. Hann minnti auk þess á að á hverjum degi er áætlað að rúmlega 5 milljón farþegar ferðist með Boeing-vél. Að meðaltali lendi eða taki 737-þota á loft á 1,5 sekúndna fresti á flugvöllum heimsins. Aðspurður um hvort hann hafi íhugað að segja af sér vegna alls sem á undan er gengið sagðist Muilenburg vilja starfa áfram hjá Boeing. Það væri einbeittur vilji hans að stýra fyrirtækinu með öryggi, gæði og heilindi að leiðarljósi. Hluthafar í Boeing höfðu áður greitt atkvæði um það hvort setja ætti Muilenberg af sem forstjóra, en tillagan var felld með rúmlega 60 prósent atkvæða. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chigaco. 28. apríl 2019 21:30 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. Þá segir hann að enn sé unnið að hugbúnaðaruppfærslu og nýjum þjálfunarleiðbeiningum fyrir flugmennina sem munu koma til með að fljúga 737 MAX-þotunum, fari svo að kyrrsetningu þeirra verði aflétt. Forstjóri Boeing ávarpaði blaðamenn á aðalfundi fyrirtækisins í Chicago í dag en þetta er fyrsti blaðamannafundur hans frá því að víðtæka flugbannið var sett á um miðjan mars. Á fundinum lagði Muilenburg ríka áherslu á öryggi, sem hann sagði miðlægt í allri starfsemi Boeing. Fréttir sem gáfu til kynna að framleiðsla Boeing á 737 MAX hafi verið hroðvirknisleg, sökum þess að fyrirtækið vildi koma vélunum sem fyrst á markað, væru því alrangar að sögn forstjórans. „Þær eru ekki sannar. Þetta var sex ára þróunarferli, vélinni var reynsluflogið 1600 sinnum,“ sagði Muilenburg. Framleiðsluferlið hafi því verið „ítarlegt og agað.“ Auk þess væri ekkert hæft í því að öryggisbúnaður í 737 MAX hafi verið seldur aukalega að sögn Mulienburg. „Öryggisbúnaður er ekki aukahlutur.“ Hann baðst einnig afsökunar, fyrir hönd Boeing, á mannskæðu flugslysunum tveimur í Indónesíu og Eþíópíu. Slysin hefðu tekið mjög á starfsmenn fyrirtækisins og vottaði hann öllum aðstandendum hinna látnu samúð.Muilenburg sagði auk þess að verkfræðingar Boeing hafi allt frá slysinu í Eþíópíu unnið náið með bandarískum flugstjóraryfirvöldum og viðskiptavinum fyrirtækisins að uppfærslu sem kemur í veg fyrir ofrisið, sem talið er að hafi valdið báðum slysunum. Alls sé búið að gera 146 tilraunir á nýja hugbúnaðinum og segir forstjórinn að hann hafi gefið góða raun allar 246 klukkustundirnar sem prófanirnar stóðu yfir. Af þeim 50 flugfélögum sem keyptu 737 MAX-þotu hafa um 90 prósent þeirra nú þegar prófað hugbúnaðinn, að sögn Muilenburg. „Eftir að búið er að samþykkja og innleiða nýja hugbúnaðinn verður 737 MAX ein öruggasta flugvél sem hægt er að fljúga.“Stóð af sér vantraust Forstjórinn segir að Boeing muni einnig leggja allt sitt kapp á að öðlast aftur traust almennings. Einn af liðunum í því er að uppfæra og endurbæta þjálfunarleiðbeiningar fyrir flugmennina sem munu koma til með að fljúga Boeing-vélunum. Hann minnti auk þess á að á hverjum degi er áætlað að rúmlega 5 milljón farþegar ferðist með Boeing-vél. Að meðaltali lendi eða taki 737-þota á loft á 1,5 sekúndna fresti á flugvöllum heimsins. Aðspurður um hvort hann hafi íhugað að segja af sér vegna alls sem á undan er gengið sagðist Muilenburg vilja starfa áfram hjá Boeing. Það væri einbeittur vilji hans að stýra fyrirtækinu með öryggi, gæði og heilindi að leiðarljósi. Hluthafar í Boeing höfðu áður greitt atkvæði um það hvort setja ætti Muilenberg af sem forstjóra, en tillagan var felld með rúmlega 60 prósent atkvæða.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chigaco. 28. apríl 2019 21:30 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
Reiknað með að forstjóri Boeing verði „grillaður“ á aðalfundi félagsins Aðalfundir Boeing hafa ekki verið sérstaklega fréttnæmir undanfarin ár en búist er við að breyting verði á því á morgun er aðalfundur félagsins verður haldinn í Chigaco. 28. apríl 2019 21:30
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31