Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 20:00 Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Baldur Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira