Hundaræktendur telja stjórnsýsluna í feluleik Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Eigandi Fálka segir hann hafa verið í um tvö ár að jafna sig á fjögurra vikna einangrun eftir að hann kom til landsins. Mynd/Pétur Alan Guðmundsson Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Nýtt áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins barst Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lok síðasta mánaðar. Þetta var upplýst á Alþingi á mánudaginn í svari staðgengils ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Matsins hefur verið beðið í nokkurn tíma en upphaflega átti það að liggja fyrir í apríl á síðasta ári. Þorgerður Katrín var sjálf ráðherra þegar samið var við Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni Danmerkur, um verkefnið. Skýrslan sem er um 140 blaðsíður er nú til yfirferðar hjá ráðuneytinu og Matvælastofnun og verður birt innan tíðar. Þá kom fram á Alþingi að Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) hefði ekki fengið áheyrnarfulltrúa á fundi með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir niðurstöðurnar. Til stæði að hafa samráð við hagsmunaaðila í þeirri vinnu sem fram undan væri. Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ, er ósátt við samráðsleysið og þær tafir sem hafa einkennt ferlið frá því að Þorgerður Katrín fór úr ráðuneytinu. „Þessi vinnubrögð hafa ekki á sér góða eða faglega ásýnd. Ásýndin er sú að það sé verið að sópa einhverju undir teppið eða að það sé eitthvað sem ekki megi líta dagsins ljós,“ segir Herdís. Félagið hafi um margra ára skeið barist fyrir því að slakað yrði á kröfum um fjögurra vikna einangrun við innflutning hunda. „Við erum bara að reyna tryggja að þetta sé faglega unnið og það séu vísindaleg rök sem liggi að baki. Krafa okkar er bara um sanngirni og hvað hefur ráðherrann þá að óttast?“ HRFÍ hafi aldrei krafist þess að stýra ferðinni. „Við reiknum með því að þessi erlendi sérfræðingur stýri ferðinni. Það var lagt upp með að fenginn yrði óháður erlendur aðili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna megum við ekki koma að borðinu núna?“ Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur á undanförnum tveimur árum flutt inn tvo hunda af tegundinni Bracco Italiano til landsins. „Þetta voru hundar sem voru mjög opnir og hressir og til í að tala við alla. En eftir fjögurra vikna einangrun urðu þeir tortryggnir á fólk. Með eldri hundinn hefur þetta tekið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öllum og verða hann sjálfur aftur í raun og veru,“ segir Guðbjörg. Yngri hundurinn losnaði úr einangrun í síðasta mánuði. Guðbjörg er þó ánægð með einangrunarstöðina Mósel og starfsfólkið þar. „Ég fékk góðar upplýsingar og fékk að fylgjast vel með hundinum sem skiptir öllu máli.“ Draumurinn sé að á Íslandi verði tekin upp gæludýravegabréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga einangrun eins og til dæmis tíðkist í Ástralíu. „Þannig þyrfti maður ekki að skilja hálfa fjölskylduna eftir þegar maður fer til útlanda. Ég myndi aldrei leggja aftur svona langa einangrun á hundana mína.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira