Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Það hefur verið tekist hart á um þriðja orkupakkann en tveir flokkar á þingi, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, leggjast gegn honum. grafík/fréttablaðið Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira