Móðgunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það svo, eins og margir hafa rekið sig á í lífinu, að mun betra er að muna eftir kurteisinni en að gleyma henni. Þáttur í almennri kurteisi er að stilla sig um að steypa svívirðingum yfir fólk. Þetta á við í daglegri umgengni þar sem fólk hittist augliti til auglitis, en ekki síður á samfélagsmiðlum þar sem fólk sýnir oft furðu mikið dómgreindarleysi. Töluð orð verða ekki aftur tekin og svívirðingar sem skrifaðar eru á Facebook geta kallað veruleg vandræði yfir þann sem það gerir. Þetta er nokkuð sem fólk ætti að vera meðvitað um en gleymist iðulega í hita leiksins þegar tilfinningarnar taka völdin, stundum með ansi vondum afleiðingum. Þessu hefði hún betur áttað sig á, Laleh Shahravesh, sem býr í Bretlandi og er komin í heimsfréttir vegna gamalla Facebook-færslna. Fyrir þremur árum missti hún stjórn á sér þegar hún sá brúðkaupsmynd af eiginmanni sínum fyrrverandi og nýju konunni hans. „Þú yfirgafst mig fyrir þetta hross,“ skrifaði hún á Facebook og þar sem hún var bálvond ítrekaði hún þessi orð sín nokkru seinna og skrifaði: „Þú kvæntist hrossi, fávitinn þinn.“ Orð eins og þessi eru ekki til eftirbreytni, en konunni til afsökunar má segja að afbrýðisemin, hið græneygða skrímsli eins og Shakespeare kallaði hana, hafi haft hana í heljargreipum sínum. Ekkert benti þó til að svívirðingar eiginkonunnar myndu hafa einhver eftirmál, önnur en þau að gera hinum fyrrverandi og nýju konunni gramt í geði. Eiginmaðurinn fyrrverandi bjó í Dúbaí með hinni nýju heittelskuðu og rétt er að taka fram, þótt það sé ekki aðalatriði málsins, að sú minnir engan veginn á hross. Fyrir skömmu lést eiginmaðurinn skyndilega langt um aldur fram úr hjartaáfalli og eiginkonan fyrrverandi ákvað að mæta í jarðarför hans í Dúbaí ásamt unglingsdóttur þeirra. Því hefði hún betur sleppt því hún var ekki fyrr komin til Dúbaí en ekkjan kærði hana fyrir netníð. Laleh var svipt vegabréfi, kyrrsett í Dúbaí og á yfir sér tveggja ára fangelsi og háa sekt. Nýjustu fréttir herma að nýja eiginkonan íhugi að draga kæruna til baka. Laleh segir að jafnvel þótt þær verði lyktir málsins þá sé líf hennar í rúst. Hún sé peningalaus eftir að hafa orðið að búa á hóteli í Dúbaí í rúman mánuð, búin að missa leiguíbúð sína í Bretlandi og vinnuna sömuleiðis. Orð sem hún skrifaði í reiðikasti í Bretlandi eltu hana alla leið til Dúbaí þar sem ekkja í hefndarhug beið hennar. Sjálfsagt mun ekkjan sjá að sér og draga kæru sína til baka og Laleh mun sennilega vanda sig betur í framtíðinni þegar kemur að Facebook-færslum. Facebook-notendur víða um heim mættu vel íhuga þetta mál. Vitanlega er það svo að fáránlegt er að dæma fólk í fangelsi eða háa fjársekt fyrir að móðga annan einstakling. Á móti slíku á að berjast af krafti því tjáningarfrelsið á að vera mjög rúmt og þar á að vera pláss fyrir móðganir. Sem breytir þó engu um það að ansi margt sem sagt er í hita leiksins væri svo miklu betur ósagt.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun