Óvissunni var eytt um framtíð Hannesar Þórs Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira