Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. apríl 2019 06:15 WOW air fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar, að því er fram kemur í fjárfestakynningu sem stofnandinn Skúli Mogensen lét útbúa um nýtt lággjaldaflugfélag sem hann vill reisa á grunni hins gjaldþrota félags. Í kynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að afkoma WOW air á síðasta ári hafi litast af einskiptiskostnaði að fjárhæð 81,5 milljónir dala, sem jafngildir um 9,7 milljörðum króna, sem hafi fallið til vegna snemmbúinna uppsagna á leigusamningum um Airbus-vélar af gerðinni A330 og A320, afpöntunar á A330neo-vélum og starfslokagreiðslna til þeirra starfsmanna félagsins sem var sagt upp störfum í desember í fyrra. Eins og fram hefur komið nam heildartap WOW air um 22 milljörðum króna í fyrra en þar af var EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – neikvæð um 10 milljarða króna. Flugfélagið tapaði tæplega 4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en allt að 16 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungnum. Slæm afkoma félagsins gerði það að verkum að eigið fé þess var orðið neikvætt um jafnvirði 13,3 milljarða króna í seinni hluta síðasta mánaðar, stuttu áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta. Í kynningunni kemur auk þess fram að heildartekjur WOW air hafi numið ríflega 617 milljónum dala, um 73 milljörðum króna, á síðasta ári en á sama tíma hafi heildarkostnaður félagsins verið 794 milljónir dala eða 94 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar, að því er fram kemur í fjárfestakynningu sem stofnandinn Skúli Mogensen lét útbúa um nýtt lággjaldaflugfélag sem hann vill reisa á grunni hins gjaldþrota félags. Í kynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að afkoma WOW air á síðasta ári hafi litast af einskiptiskostnaði að fjárhæð 81,5 milljónir dala, sem jafngildir um 9,7 milljörðum króna, sem hafi fallið til vegna snemmbúinna uppsagna á leigusamningum um Airbus-vélar af gerðinni A330 og A320, afpöntunar á A330neo-vélum og starfslokagreiðslna til þeirra starfsmanna félagsins sem var sagt upp störfum í desember í fyrra. Eins og fram hefur komið nam heildartap WOW air um 22 milljörðum króna í fyrra en þar af var EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – neikvæð um 10 milljarða króna. Flugfélagið tapaði tæplega 4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en allt að 16 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungnum. Slæm afkoma félagsins gerði það að verkum að eigið fé þess var orðið neikvætt um jafnvirði 13,3 milljarða króna í seinni hluta síðasta mánaðar, stuttu áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta. Í kynningunni kemur auk þess fram að heildartekjur WOW air hafi numið ríflega 617 milljónum dala, um 73 milljörðum króna, á síðasta ári en á sama tíma hafi heildarkostnaður félagsins verið 794 milljónir dala eða 94 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira