Opinbera fyrstu myndina af svartholi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2019 10:56 Teikning af svartholi. Myndin verður kynnt síðar í dag. Getty Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. Ítarlega umfjöllun um myndina má finna hér. Í tilkynningu frá Sævari Helga Bragasyni, fulltrúa Stjórnstöðvar Evrópulanda á suðurhveli (e. European Southern Observatory). Segir að myndin sé af risasvartholi í miðju vetrarbrautar sem heitir Messier 87. Sé vetrarbrautin sú stærsta í „nágrenni okkar“ í geimnum, um 55 milljón ljósár í burtu. Hægt verður að sjá myndina og fréttatilkynninguna á vef ESO klukkan 13. „Svartholið er því jafnframt hið stærsta í okkar næsta nágrenni í geimnum. Það vegur á við 6,5 milljarða sóla. Það er 40 milljarðar km í þvermál eða sjö sinnum breiðara en bilið á milli sólar og Plútós. Það tæki geimfar eins og Voyager - hraðfleygasta hlut sem menn hafa smíðað - 74 ár að ferðast þá vegalengd.Á myndinni sést skugginn sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Myndin er afrakstur vinnu meira en 200 vísindamanna um allan heim sem saman unnu að smíði Event Horizon Telescope eða Sjóndeildarsjónaukans. Sjónaukinn dregur nafn sitt af mörkunum eða jaðri svartholsins þaðan sem ekkert sleppur burt. Sjónaukinn er settur saman úr 8 samtengdum útvarpssjónaukum um allan heim svo úr fæst sjónauki á stærð við Jörðina. Þessi sögulega ljósmynd birtist á 100 ára afmæli fyrstu tilraunarinnar sem staðfesti almennu afstæðiskenningu Einsteins,“ segir í tilkynningunni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. Ítarlega umfjöllun um myndina má finna hér. Í tilkynningu frá Sævari Helga Bragasyni, fulltrúa Stjórnstöðvar Evrópulanda á suðurhveli (e. European Southern Observatory). Segir að myndin sé af risasvartholi í miðju vetrarbrautar sem heitir Messier 87. Sé vetrarbrautin sú stærsta í „nágrenni okkar“ í geimnum, um 55 milljón ljósár í burtu. Hægt verður að sjá myndina og fréttatilkynninguna á vef ESO klukkan 13. „Svartholið er því jafnframt hið stærsta í okkar næsta nágrenni í geimnum. Það vegur á við 6,5 milljarða sóla. Það er 40 milljarðar km í þvermál eða sjö sinnum breiðara en bilið á milli sólar og Plútós. Það tæki geimfar eins og Voyager - hraðfleygasta hlut sem menn hafa smíðað - 74 ár að ferðast þá vegalengd.Á myndinni sést skugginn sem svartholið varpar á gasskífu sem umlykur það. Myndin er afrakstur vinnu meira en 200 vísindamanna um allan heim sem saman unnu að smíði Event Horizon Telescope eða Sjóndeildarsjónaukans. Sjónaukinn dregur nafn sitt af mörkunum eða jaðri svartholsins þaðan sem ekkert sleppur burt. Sjónaukinn er settur saman úr 8 samtengdum útvarpssjónaukum um allan heim svo úr fæst sjónauki á stærð við Jörðina. Þessi sögulega ljósmynd birtist á 100 ára afmæli fyrstu tilraunarinnar sem staðfesti almennu afstæðiskenningu Einsteins,“ segir í tilkynningunni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira