Lífskjarasamningurinn skref í rétta átt en standi þó alltof veikum fótum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2019 12:30 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að lífskjarasamningurinn sem undirritaður var í síðustu viku sé ótvírætt skref í rétta átt. Samningurinn snúist um ákveðin grundvallaratriði en ekki aðeins tiltekna hagsmuni. Samningurinn standi hins vegar alltof veikum fótum að mati Ragnars auk þess sem risastór mál, sem eigi snertipunkt við kjarasamninga nú, séu óleyst vegna skorts á trausti milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Í fyrsta lagi er stóri mælikvarðinn á lífslíkur þessa samnings hvað restin af ASÍ gerir, það er hvort afgangurinn af almenna markaðnum staðfestir þessa forgangsröðun og þessa aðferðafræði. Ef ekki þá verður hann ekki grunnur að neinni sátt,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Vilja sjá útspil stjórnvalda varðandi opinbera markaðinn Hann segir að kennarar muni að sjálfsögðu skoða þessa samninga verði þeir staðfestir af öðrum aðildarfélögum ASÍ og í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga. Þeir muni að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á alla samninga sem koma á eftir. „Það sem mitt bakland mun horfa á er að ríkið kom mjög mynduglega að þessum samningum og sveitarfélögin hafa lýst yfir að þau vilji koma að þessum samningum líka. Kennarar munu vilja sjá hvers konar útspil ríki og sveitarfélög vilja koma með til að liðka fyrir samningum á opinbera markaðnum líka,“ segir Ragnar. Ákveðnir hlutir séu sameiginleg hagsmunamál, til dæmis úrbætur í húsnæðismálum, en annað, til dæmis fyrirheit stjórnvalda um launajöfnun á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins, sé eitthvað sem kennarar muni fylgjast spenntir með hvort gangi eftir.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við kynningu á lífskjarasamningnum. Ragnar Þór segir kennara vilja sjá hvaða útspil stjórnvöld hafa til handa opinberum starfsmönnum.vísir/vilhelm„Strandaði með mjög dramatískum hætti“ Spurður nánar út í þessi risamál sem séu óleyst nefnir Ragnar í fyrsta lagi lífeyrismálin. „Það birtast nánast í hverjum einasta mánuði greinar frá fólki þar sem það talar um trúnaðarbrest í lífeyriskerfinu, að lífeyriskerfið hafi átt að vera til viðbótar almannatryggingakerfinu og að það sé verið að ræna lífeyri fólks sem það hafi safnað alla ævi. Það liggur ekki fyrir í raun og veru hver grundvallarmarkmið lífeyriskerfisins eru. Í framkvæmd er lífeyriskerfið, eins og það er rekið, allt annars konar kerfi en stór hluti þjóðarinnar heldur að það eigi að vera,“ segir Ragnar. Það liggi fyrir að unnið hafi verið að framtíðarskipan lífeyrismála á vettvangi verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Sú vinna hafi hins vegar strandað eftir að lögum um lífeyrisréttindi var breytt árið 2016 þar sem lífeyrisréttindi á almenna markaðnum og opinberra markaðnum voru samræmd. „Það strandaði með mjög dramatískum hætti þar sem fulltrúar opinberra starfsmanna sögðu ríkið hreinlega hafa svikið samkomulag sem hafði gert, ríkið var sakað um að hafa beitt klækjum,“ segir Ragnar þegar hann rifjar málið upp en BSRB fjallaði um málið á vef sínum.Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög þar sem lífeyrisréttindi á opinbera og almenna markaðnum voru samræmd. Lögin voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól 2016.vísir/vilhelmHafi ekki átt að skerða áunnin réttindi Þar sagði meðal annars: „Frá upphafi var gengið út frá því í samningaviðræðum bandalaga opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög að réttindi þeirra sem greitt hafi í opinberu lífeyrissjóðina yrðu jafn verðmæt eftir breytingarnar og þau voru fyrir. Það varð niðurstaðan og skýrt kveðið á um það í því samkomulagi sem undirritað var í september 2016. Það sem út af stóð eftir lagabreytingar voru réttindi sjóðfélaga sem byggja á óbeinni bakábyrgð. Sú ábyrgð var afnumin með lögunum, en hún er einn af þremur meginþáttum sem réttindi núverandi sjóðfélaga byggja á. Þar af leiðandi hefði átt að bæta það að hún var felld niður með einhverjum hætti til að samkomulag um að réttindin yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytinguna væri virt. Í lögunum er skýrt að bakábyrgð þeirra sem eru 60 ára og eldri haldi sér. Þeir sem yngri eru missa því bakábyrgðina án þess að það sé bætt á nokkurn hátt. Þetta þýðir ekki að þessi hópur muni verða fyrir tjóni. Til að það gerist þurfa lífeyrissjóðirnir að verða fyrir stóru áfalli. Lögum samkvæmt skulu lífeyrissjóðir lækka réttindi ef rekstur sjóðsins er neikvæður um 10% í eitt ár, eða um 5% samfleytt fimm ár í röð. Þá kemur á móti sú staðreynd að ef ávöxtun lífeyrissjóðanna er góð getur þessi hópur fengið aukin réttindi. Þau svik af hálfu stjórnvalda og Alþingis sem BSRB upplifði í þessu mikilvæga máli settu samskipti bandalagsins við stjórnvöld í fullkomið uppnám. Bandalögin þrjú sem undirrituðu samkomulagið hafa nú ákveðið að kanna lögmæti lagasetningarinnar. Þá verður haldið áfram að berjast fyrir því að stjórnvöld standi að fullu við samkomulagið.“ Bandalögin þrjú sem þarna er vísað í eru BSRB, Kennarasamband Íslands og BHM en þau undirrituðu samkomulag við stjórnvöld um breytingar á lífeyriskerfinu.Frá undirritun kjarasamninganna fyrir viku síðan.vísir/vilhelmEkki hægt að tala saman vegna skorts á trausti Ragnar segir að síðan þessar breytingar hafi verið gerðar hafi lífeyrismálin legið á hliðarlínunni. Það skorti traust á milli aðila. „Grundvallarspurningin er sú hvort við ætlum að safna fyrir okkur lífeyri til að létta á almannatryggingakerfinu þannig að það sé hægt að standa betur við bakið á grunnþjónustu fyrir öryrkja og fleiri. Þessari spurningu hefur ekki verið svarað því aðilar hafa ekki treyst sér til að tala saman því þeir hafa upplifað svik,“ segir Ragnar. Þá nefndir hann jafnframt mál öryrkja og breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hann segir að skorti einnig traust. „Hlustum á öryrkjana þegar þeir eru að berjast við stjórnvöld á almannatryggingakerfinu og upptöku vinnumats. Þetta er risamál. Það eru stór hópur sem er að detta af vinnumarkaði og það eru ákveðnar vísbendingar um að kerfið viðhaldi vandamálum en leysi þau ekki. Öryrkjar segja, eins og ég les það, að í þessu sé verið að þvinga þá til að gangast inn á ákveðnar breytingar.“ Þá treysti öryrkjar einfaldlega ekki stjórnvöldum miðað við gefna reynslu. „Þeir eru hræddir við breytingar því þeir vita þó allavega hvað þeir eru að fá,“ segir Ragnar.Kröfugerðir í mótun Að síðustu nefnir hann vinnumarkaðsmálin og þá staðreynd að breyta þurfi samningalíkaninu. Það hafi verið reynt með SALEK-samkomulaginu en það hafi líka farið á hliðina, eins og Ragnar orðar það, þar sem menn hafi ekki treyst hver öðrum. „Því miður höfum við ekki áttað okkur á mikilvægi þess að grundvalla þær nauðsynlegu breytingar sem þarf að gera á trausti og traustið þarf að byggja upp. Traustið fylgir ekki kerfisbreytingunni. Stóra verkefnið í samfélaginu núna ef við viljum byggja varanlegar breytingar á grunnkerfum okkar er að byggja upp traust og svo þarf að fara í breytingarnar,“ segir Ragnar. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið eru lausir. Hin kennarafélögin og stjórnendafélögin innan Kennarasambandsins losna svo í sumar. Kröfugerðirnar eru því í mótun að sögn Ragnars. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. 8. apríl 2019 12:19 Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. 7. apríl 2019 19:00 Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. 5. apríl 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að lífskjarasamningurinn sem undirritaður var í síðustu viku sé ótvírætt skref í rétta átt. Samningurinn snúist um ákveðin grundvallaratriði en ekki aðeins tiltekna hagsmuni. Samningurinn standi hins vegar alltof veikum fótum að mati Ragnars auk þess sem risastór mál, sem eigi snertipunkt við kjarasamninga nú, séu óleyst vegna skorts á trausti milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Í fyrsta lagi er stóri mælikvarðinn á lífslíkur þessa samnings hvað restin af ASÍ gerir, það er hvort afgangurinn af almenna markaðnum staðfestir þessa forgangsröðun og þessa aðferðafræði. Ef ekki þá verður hann ekki grunnur að neinni sátt,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Vilja sjá útspil stjórnvalda varðandi opinbera markaðinn Hann segir að kennarar muni að sjálfsögðu skoða þessa samninga verði þeir staðfestir af öðrum aðildarfélögum ASÍ og í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga. Þeir muni að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á alla samninga sem koma á eftir. „Það sem mitt bakland mun horfa á er að ríkið kom mjög mynduglega að þessum samningum og sveitarfélögin hafa lýst yfir að þau vilji koma að þessum samningum líka. Kennarar munu vilja sjá hvers konar útspil ríki og sveitarfélög vilja koma með til að liðka fyrir samningum á opinbera markaðnum líka,“ segir Ragnar. Ákveðnir hlutir séu sameiginleg hagsmunamál, til dæmis úrbætur í húsnæðismálum, en annað, til dæmis fyrirheit stjórnvalda um launajöfnun á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins, sé eitthvað sem kennarar muni fylgjast spenntir með hvort gangi eftir.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við kynningu á lífskjarasamningnum. Ragnar Þór segir kennara vilja sjá hvaða útspil stjórnvöld hafa til handa opinberum starfsmönnum.vísir/vilhelm„Strandaði með mjög dramatískum hætti“ Spurður nánar út í þessi risamál sem séu óleyst nefnir Ragnar í fyrsta lagi lífeyrismálin. „Það birtast nánast í hverjum einasta mánuði greinar frá fólki þar sem það talar um trúnaðarbrest í lífeyriskerfinu, að lífeyriskerfið hafi átt að vera til viðbótar almannatryggingakerfinu og að það sé verið að ræna lífeyri fólks sem það hafi safnað alla ævi. Það liggur ekki fyrir í raun og veru hver grundvallarmarkmið lífeyriskerfisins eru. Í framkvæmd er lífeyriskerfið, eins og það er rekið, allt annars konar kerfi en stór hluti þjóðarinnar heldur að það eigi að vera,“ segir Ragnar. Það liggi fyrir að unnið hafi verið að framtíðarskipan lífeyrismála á vettvangi verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Sú vinna hafi hins vegar strandað eftir að lögum um lífeyrisréttindi var breytt árið 2016 þar sem lífeyrisréttindi á almenna markaðnum og opinberra markaðnum voru samræmd. „Það strandaði með mjög dramatískum hætti þar sem fulltrúar opinberra starfsmanna sögðu ríkið hreinlega hafa svikið samkomulag sem hafði gert, ríkið var sakað um að hafa beitt klækjum,“ segir Ragnar þegar hann rifjar málið upp en BSRB fjallaði um málið á vef sínum.Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög þar sem lífeyrisréttindi á opinbera og almenna markaðnum voru samræmd. Lögin voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir jól 2016.vísir/vilhelmHafi ekki átt að skerða áunnin réttindi Þar sagði meðal annars: „Frá upphafi var gengið út frá því í samningaviðræðum bandalaga opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög að réttindi þeirra sem greitt hafi í opinberu lífeyrissjóðina yrðu jafn verðmæt eftir breytingarnar og þau voru fyrir. Það varð niðurstaðan og skýrt kveðið á um það í því samkomulagi sem undirritað var í september 2016. Það sem út af stóð eftir lagabreytingar voru réttindi sjóðfélaga sem byggja á óbeinni bakábyrgð. Sú ábyrgð var afnumin með lögunum, en hún er einn af þremur meginþáttum sem réttindi núverandi sjóðfélaga byggja á. Þar af leiðandi hefði átt að bæta það að hún var felld niður með einhverjum hætti til að samkomulag um að réttindin yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytinguna væri virt. Í lögunum er skýrt að bakábyrgð þeirra sem eru 60 ára og eldri haldi sér. Þeir sem yngri eru missa því bakábyrgðina án þess að það sé bætt á nokkurn hátt. Þetta þýðir ekki að þessi hópur muni verða fyrir tjóni. Til að það gerist þurfa lífeyrissjóðirnir að verða fyrir stóru áfalli. Lögum samkvæmt skulu lífeyrissjóðir lækka réttindi ef rekstur sjóðsins er neikvæður um 10% í eitt ár, eða um 5% samfleytt fimm ár í röð. Þá kemur á móti sú staðreynd að ef ávöxtun lífeyrissjóðanna er góð getur þessi hópur fengið aukin réttindi. Þau svik af hálfu stjórnvalda og Alþingis sem BSRB upplifði í þessu mikilvæga máli settu samskipti bandalagsins við stjórnvöld í fullkomið uppnám. Bandalögin þrjú sem undirrituðu samkomulagið hafa nú ákveðið að kanna lögmæti lagasetningarinnar. Þá verður haldið áfram að berjast fyrir því að stjórnvöld standi að fullu við samkomulagið.“ Bandalögin þrjú sem þarna er vísað í eru BSRB, Kennarasamband Íslands og BHM en þau undirrituðu samkomulag við stjórnvöld um breytingar á lífeyriskerfinu.Frá undirritun kjarasamninganna fyrir viku síðan.vísir/vilhelmEkki hægt að tala saman vegna skorts á trausti Ragnar segir að síðan þessar breytingar hafi verið gerðar hafi lífeyrismálin legið á hliðarlínunni. Það skorti traust á milli aðila. „Grundvallarspurningin er sú hvort við ætlum að safna fyrir okkur lífeyri til að létta á almannatryggingakerfinu þannig að það sé hægt að standa betur við bakið á grunnþjónustu fyrir öryrkja og fleiri. Þessari spurningu hefur ekki verið svarað því aðilar hafa ekki treyst sér til að tala saman því þeir hafa upplifað svik,“ segir Ragnar. Þá nefndir hann jafnframt mál öryrkja og breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hann segir að skorti einnig traust. „Hlustum á öryrkjana þegar þeir eru að berjast við stjórnvöld á almannatryggingakerfinu og upptöku vinnumats. Þetta er risamál. Það eru stór hópur sem er að detta af vinnumarkaði og það eru ákveðnar vísbendingar um að kerfið viðhaldi vandamálum en leysi þau ekki. Öryrkjar segja, eins og ég les það, að í þessu sé verið að þvinga þá til að gangast inn á ákveðnar breytingar.“ Þá treysti öryrkjar einfaldlega ekki stjórnvöldum miðað við gefna reynslu. „Þeir eru hræddir við breytingar því þeir vita þó allavega hvað þeir eru að fá,“ segir Ragnar.Kröfugerðir í mótun Að síðustu nefnir hann vinnumarkaðsmálin og þá staðreynd að breyta þurfi samningalíkaninu. Það hafi verið reynt með SALEK-samkomulaginu en það hafi líka farið á hliðina, eins og Ragnar orðar það, þar sem menn hafi ekki treyst hver öðrum. „Því miður höfum við ekki áttað okkur á mikilvægi þess að grundvalla þær nauðsynlegu breytingar sem þarf að gera á trausti og traustið þarf að byggja upp. Traustið fylgir ekki kerfisbreytingunni. Stóra verkefnið í samfélaginu núna ef við viljum byggja varanlegar breytingar á grunnkerfum okkar er að byggja upp traust og svo þarf að fara í breytingarnar,“ segir Ragnar. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið eru lausir. Hin kennarafélögin og stjórnendafélögin innan Kennarasambandsins losna svo í sumar. Kröfugerðirnar eru því í mótun að sögn Ragnars.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. 8. apríl 2019 12:19 Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. 7. apríl 2019 19:00 Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. 5. apríl 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. 8. apríl 2019 12:19
Opin fyrir endurskoðun LÍN til að liðka fyrir viðræðum Forsætisráðherra telur útspil stjórnvalda í síðustu viku til þess fallið að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. 7. apríl 2019 19:00
Hækkun launa umfram taxta heldur ekki í við verðbólgu Prósentuhækkanir launa þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup ná oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. 5. apríl 2019 19:15