Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 15:24 Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira