Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 15:24 Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira