Engir liggja undir grun eftir árás í Elliðaárdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. apríl 2019 06:45 Rafstöðvarvegur í Elliðaárdal er mjög vinsæll meðal útvistarfólks. Fréttablaðið/heiða „Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
„Það er verið að skoða hvort þarna eru myndavélar og hvort finnast vitni,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð 4 á Vínlandsleið, um árás í Elliðaárdal í fyrrakvöld. Árásin var gerð um klukkan hálf ellefu á Rafstöðvarvegi sem liggur austan Elliðaáa og upp undir Höfðabakkabrú. Er það vinsæll vettvangur útivistarfólks af öllu tagi. Valgarður segir þann sem tilkynnti árásina vera ungan karlmann en gefur ekki upp nánari deili á honum. Maðurinn hafi sagt við fyrstu skýrslutöku að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn en ekki sé ljóst hversu margir þeir kunni að hafa verið. „Það er algerlega óvíst. Hann talaði um að menn hefðu ráðist að sér,“ segir aðalvarðstjórinn. Fram kom í tilkynningu að maðurinn hefði verið var sleginn í höfuðið og veittir áverkar. Sjálfur hefði hann talið árásina vera ránstilraun. „Hann var ekki alvarlega slasaður en fór í skoðun á slysadeildinni og var svo útskrifaður þaðan. Hann hefur lent í einhverju en það er spurning um hvað nákvæmlega gerðist,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það eru einhverjir endar ennþá sem við höfum ekki alveg náð að botna í. Málið er óljóst og er enn til skoðunar í rannsóknardeildinni hjá okkur.“ Þannig segir Valgarður engan liggja undir grun í málinu að svo stöddu. Sá sem ráðist var á hafi ekki þekkt til árásarmannanna. Hann hafi heldur ekki getað veitt lögreglu gagnlegar vísbendingar um hverjir þeir voru. „Hann lýsir því bara þannig að hann sé þarna að hlaupa þegar ráðist var á hann fyrirvaralaust, einhverjir ókunnugir aðilar. Þeir láta sig svo bara hverfa og það er ekki vitað neitt meir. Hann gerir sér sjálfur ekki alveg grein fyrir því hvað gerðist,“ útskýrir Valgarður. Aðspurður segir Valgarður ekki dæmi um að menn hafi áður veist að fólki sem stundar útivist í Elliðaárdal. „Nei, nei. Það eru engin nýleg dæmi um það hjá okkur,“ svarar hann. Um einstakt tilfelli sé að ræða. Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alveg ástæðulaust.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Ráðist á hlaupara í Elliðaárdalnum Árásin átti sér stað á Rafstöðvarvegi að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 10. apríl 2019 07:13