Innlent

Mikil hlýindi í kortunum en veðrakerfin „gefa í“ um helgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona er hitaspáin síðdegis á morgun.
Svona er hitaspáin síðdegis á morgun. Skjáskot/Veðurstofa Íslands
Í dag er útlit fyrir suðaustlæga og austlæga átt með dálítilli vætu um landið sunnanvert. Líklegt er að hæstu hitatölur verði tveggja stafa en nú í morgunsárið hefur hitinn þegar farið í 9 stig á nokkrum stöðum sunnan- og vestanlands, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun hvessir svo með frekari hlýindum og má búast við hvassviðri um landið sunnan- og suðvestanvert, með dálítilli vætu.

„Á laugardaginn gefa veðrakerfin enn frekar í, en þá er útlit fyrir suðaustanstorm og talsverða rigningu S-lands, einkum um kvöldið. Eftir það er útlit fyrir tiltölulega hlýtt veður en það eru mildar suðlægar áttir ríkjandi fram í næstu viku með rigningu S-lands og þurru veðri fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan 13-20 m/s og dálítil rigning eða súld, einkum SA-til. Heldur hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig. 

Á laugardag:

Sunnan og suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning um landið sunnanvert, einkum undir kvöld, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag (pálmasunnudagur), mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Suðlægar áttir og rigning með köflum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti 5 til 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×