Rush fær hundrað milljónir í bætur vegna „æsifréttamennsku af verstu sort“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:14 Geoffrey Rush fyrir utan dómstól í Sydney í Ástralíu í nóvember síðastliðnum. Málaferli hans gegn Daily Telegraph hafa staðið yfir í marga mánuði. Getty/Mark Metcalfe Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fjölmiðlasamsteypan News Corp var í dag dæmd til að greiða ástralska leikaranum Geoffrey Rush yfir 850 þúsund Bandaríkjadali, rúmar hundrað milljónir íslenskra króna, eftir að úrskurðað var að ástralska dagblaðið Daily Telegraph hefði vegið að æru leikarans með því að birta röð greina um meinta kynferðislega áreitni hans. Rush kærði blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015, þar sem Rush fór með titlhlutverkið. „Glannalega ábyrgðarlaus æsifréttamennska“ Dómari í málinu sagði umfjöllun blaðsins „í öllum tilfellum glannalega ábyrgðarlausa æsifréttamennsku af verstu sort“. Þá var það mat dómarans að ófræging blaðsins myndi hafa af leikaranum tekjur í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Hann taldi því líklegt að Rush fengi viðbótargreiðslur ofan á milljónamiskabæturnar til að bæta upp fyrir tekjutapið. Sjá einnig: Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Í frétt breska dagblaðsins The Guardian kemur jafnframt fram að dómarinn hafi sagt ásakanir leikkonunnar Eryn Jean Norvill, sem Telegrap greindi frá á sínum tíma, ótrúverðugar. Tilgreindi hann sérstalega að vitnisburðir bæði leikstjóra Lés konungs og meðleikara Norvill og Rush í sýningunni hafi stangast á við frásagnirnar. Kynferðislegar skilaboðasendingar og nektardans Rush ræddi við blaðamenn eftir að dómur féll og þakkaði eiginkonu sinni og börnum fyrir stuðninginn í gegnum hið „átakanlega tímabil“ sem nú væri að baki. Rush hefur ætíð þvertekið fyrir ásakanirnar sem bornar voru á hendur honum. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Ástralska leikkonan Yael Stone steig svo fram í desember í fyrra og sakaði Rush um kynferðislega áreitni. Hún sagði leikarann hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð.
Ástralía Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. 17. desember 2018 12:21
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01