Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:35 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/AFP Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar. Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar.
Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01