Ágúst: Kallinn bara algjörlega búinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. apríl 2019 22:07 Ágúst glottir við tönn fyrr í vetur. VÍSIR/DANÍEL Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.” Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Valur tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna. Valur vann Hauka 25-22 á heimavelli og náðu því að klára Haukana í þremur leikjum. Valur var á tímapunkti í seinni hálfleik undir 19-17. Þá tók Gústi leikhlé og Valur vann restina af leiknum 8-3 og sýndu mikla yfirburði í restina. „Við slökuðum aðeins á þarna á kafla. Það var dálítið hár púls á tímabili og stelpurnar voru kannski aðeins of staðráðnar í að vinna þetta. Við vorum að flýta okkur of mikið. Við slökuðum síðan á og stilltum varnarleikinn aðeins. Við náðum bara í góðan sigur,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Valur töpuðu ekki leik í einvíginu og voru allir leikirnir voru nokkuð þægilegir sigrar. Gústi var samt ekki tilbúinn að segja að sigurinn hafi verið öruggur allan tímann. „Auðvitað var þetta í hættu á einhverjum tímapunkti. Haukar eru með frábært lið og mikla breidd. Við spilum bara frábæran varnarleik allt einvígið og vörnin í dag var virkilega góð. “ Haukar voru oft að taka langar sóknir sóknir en Valsvörnin slakaði aldrei á. Gústi var ánægður með vörnina eftir leikinn. „Við stóðum lengi í vörn, við vorum í vörn 70% af leiknum. Það var erfitt og reyndi mikið á liðið.” „Stelpurnar sýndu bara mikinn karakter. Þær sýna jafna og góða spilamennsku í gegnum allt einvígið. Liðsheildin var feykilega öflug hjá okkur og ég er bara gríðarlega sáttur við þetta.” Framundan er úrslitaeinvígi gegn Fram. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra líka og er nokkuð öruggt að segja að þetta séu tvö bestu lið landsins. „Akkúrat núna er kallin bara algjörlega búinn sko. Ég verð orðinn fínn eftir helgi og er bara spenntur fyrir að mæta Fram. Fram er með frábært og vel mannað lið. Við erum það líka og framundan er bara skemmtilegt einvígi.”
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 25-22 | Valur í úrslit eftir að hafa sópað út Haukum Valur mætir Fram í úrslitunum annað árið í röð. 11. apríl 2019 23:15