Erlent

Telur rangt að framselja Assange

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins. vísir/Getty

Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur nú bæst í hóp þeirra sem hvetja bresk stjórnvöld til að láta ekki undan kröfum Bandaríkjamanna og framselja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í gærmorgun eftir sjö ára dvöl þar.



Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan.


Tengdar fréttir

Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi

Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning.

Julian Assange handtekinn

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×