Enski boltinn

Liverpool átti besta leikmann vikunnar í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar marki sínu á móti Porto.
Roberto Firmino fagnar marki sínu á móti Porto. Vísir/Getty
Roberto Firmino var valinn besti leikmaður vikunnar í Meistaradeildinni af UEFA en hann stóð sig best allra í fyrri leikjunum átta liða úrslitanna.

Roberto Firmino hafði betur í baráttunni við þrjá aðra sem voru tilnefndir. Það voru Son Heung-min hjá Tottenham, Gerard Piqué hjá Barcelona og Frenkie de Jong hjá Ajax.

Roberto Firmino lagði upp fyrsta mark Liverpool á móti Porto og skoraði það síðara sjálfur.





Son Heung-min skoraði sigurmark Tottenham á móti Manchester City, 91 prósent sendinga Frenkie de Jong á miðju Ajax heppnuðust á móti Juventus og Gerard Piqué átti tíu hreinsanir í leik Barcelona og Manchester United á Old Trafford.

Hér fyrir neðan má sjá frekar yfirlit yfir frammistöðu Roberto Firmino í 2-0 sigrinum á Porto en Liverpool er í góðum málum fyrir seinni leikinn í Portúgal.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×