Allt að 160 prósent verðmunur á dekkjaskiptum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2019 13:54 Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. vísir/jóhanna Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Munurinn getur numið allt að 160 prósentum; minnsti verðmunurinn í könnuninni nam 4.300 krónum en sá mesti 12.785. Aðeins er um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Fram kemur í könnun ASÍ að Bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði hafi verið með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar hafi svo skiptst á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10. „Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldur á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr. Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðaðlbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%,“ segir í útlistun ASÍ. „Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16“) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál- og stálfelgur). Næstlægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál- og stálfelgur).“ ASÍ tekur þó sérstaklega fram að Costco bjóði upp á dekkjaskipti fyrir allar stærðir og gerðir bíla á 4.400 krónur. Það sé þó ekki fullkomlega sambærilegt, vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costcokort.Töflu með öllum verðum má finna hér. Bílar Kjaramál Neytendur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Munurinn getur numið allt að 160 prósentum; minnsti verðmunurinn í könnuninni nam 4.300 krónum en sá mesti 12.785. Aðeins er um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Fram kemur í könnun ASÍ að Bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði hafi verið með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar hafi svo skiptst á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10. „Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldur á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr. Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðaðlbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%,“ segir í útlistun ASÍ. „Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16“) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál- og stálfelgur). Næstlægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál- og stálfelgur).“ ASÍ tekur þó sérstaklega fram að Costco bjóði upp á dekkjaskipti fyrir allar stærðir og gerðir bíla á 4.400 krónur. Það sé þó ekki fullkomlega sambærilegt, vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costcokort.Töflu með öllum verðum má finna hér.
Bílar Kjaramál Neytendur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira