RÚV sýknað af bótakröfu Steinars Bergs Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 15:39 Steinar Berg Ísleifsson. FBL/Anton Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað Ríkisútvarpið af miskabótakröfu Steinars Bergs Ísleifssonar vegna meiðyrða sem voru látin falla um hann í þætti um Popp- og rokksögu Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þurftu Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Ummælin sem um ræðir komu frá tónlistarmanninum Bubba Morthens í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi vildi meina að Steinar hefði hlunnfarið hann og félaga hans sem útgefandi. Gerði Steinar þá kröfu að RÚV yrði dæmt fyrir að dreifa þessum ummælum Bubba, sér í lagi vegna þess að RÚV endursýndi þáttinn þrátt fyrir athugasemdir Steinars Bergs um að þar væru að finna meiðandi ummæli að hans mati. Bubbi ákvað að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms en það gerði Ríkisútvarpið sem fór fram á að fjölmiðilinn yrði ekki dæmdur til greiðslu bóta. Landsréttur mat það svo að ábyrgð á ummælum Bubba yrði ekki felld á Ríkisútvarpið. Þá taldi Landsréttur einnig að það væru ekki efni til að líta svo á að með því að endursýna umræddan þátt þrátt fyrir fram komnar athugasemdir Steinar Bergs þá hafi RÚV allt í einu bakað sér skyldu til greiðslu bóta á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar: „Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru: „Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“ „Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk: „Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15 Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir Bubba ekki ætla að áfrýja Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að greiða Steinari Berg 250.000 krónur. 15. ágúst 2018 12:15
Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Þurfa að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur. 26. júlí 2018 13:16