Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2019 17:30 Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02