ÍR er komið yfir í undanúrslitaeinvíginu við Stjörnuna eftir sigur í framlengingu í kvöld. Borche Ilievski sagði það eitt af einkennum ÍR-inga að þeir vinni alltaf spennandi leiki.
„Þetta var frábær sigur. Frábær leikur varnarlega hjá báðum liðum en við trúðum því allan tímann að við gætum unnið leikinn,“ sagði Borche eftir leikinn. ÍR vann 68-62 sigur í Garðabænum.
„Við náum að halda Stjörnunni í 62 stigum og það er stórt afrek.“
Í upphafi fjórða leikhluta náði Stjarnan að koma sér í mest átta stiga forskot. ÍR-ingar klóruðu sig til baka og jöfnuðu leikinn, en var Borche orðinn hræddur á hliðarlínunni?
„Já, ég var stressaður. Það er ekki hægt að slaka á í þessari stöðu og ef Stjarnan kemst í stórt forskot getur það verið mjög hættulegt.“
„En ef þú hefur fylgst með ÍR síðustu ár þá veistu að við spilum alltaf svona. Við vinnum spennandi leikina, þar sem munurinn er lítill í lokin.“
ÍR var litla liðið inn í þetta einvígi, gegn deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Núna er pressan hins vegar aðeins komin á þá, þeir geta klárað einvígið á heimavelli.
„Það er alltaf pressa. Ég er keppnismaður og ég vil vinna alla leiki.“
„Við erum komnir nálægt úrslitunum en við erum þó ennþá svo langt frá þeim. Stjarnan mun ekki gefast upp,“ sagði Borche Ilievski.
Leikur fjögur fer fram í Seljaskóla á mánudag.
Borche: ÍR vinnur alltaf spennandi leiki
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum
Íslenski boltinn

Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti

Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur
Íslenski boltinn

