Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2019 16:51 Veðrið hefur sett ferðaplön margra í uppnám. Vísir/Vilhelm Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs en öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli frá 16:10 hefur verið aflýst. Þremur flugum til Bandaríkjanna var bætt við í hádeginu í dag og verða fjögur til viðbótar á morgun. Þá verður tveimur flugum til Evrópu bætt við eftir miðnætti en mikil örtröð hefur skapast á Keflavíkurflugvelli og hafa margir farþegar kvartað undan óánægju á samfélagsmiðlum. „Við erum að reyna að finna lausnir og vinna þetta eins hratt og við getum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi.Mikið álag á þjónustuverið Margir farþegar hafa kvartað undan því hversu erfitt sé að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins sem farþegum var bent á. Ásdís segir ástæðuna vera mikið álag enda hefur veðrið haft áhrif á ferðaplön þúsundir farþega en starfsmenn séu að vinna í því að hafa samband við farþega að fyrra bragði. „Þó að fólk sé ekki að ná í gegn þá erum við að vinna í því að koma öllum í flug. Þetta tekur tíma og við erum með heilmikinn mannskap í þessu og erum bara að gera okkar besta,“ segir Ásdís og biður fólk um að sýna biðlund. Erlendir farþegar sem verða fyrir áhrifum vegna þessa fá gistingu og fæði sem og keyrslu til og frá flugvellinum. Þangað til verður unnið að því að koma fólki á sína áfangastaði. „Auðvitað vill fólk fá úrlausn og við erum að gera okkar allra besta,“ segir Ásdís að lokum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12. apríl 2019 21:49
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Farþegar í fimmtán þotum sitja fastir: „Guð, gefðu mér æðruleysi“ Farþegar í fimmtán flugvélum Icelandair sitja fastir á Keflavíkurflugvelli og þurfa að bíða þar til veður lægir til að komast frá borði. 12. apríl 2019 18:02