Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 12:15 Gísli Halldór, bæjarstjóri í Árborg með hluta af þeim nemendum sem mættu á tröppurnar við Ráðhús Árborgar og mótmæltu aðgerðarleysi í umhverfismálum á föstudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“ Árborg Umhverfismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“
Árborg Umhverfismál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent