Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2019 19:13 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Forsvarsmenn hluthafa segja að til standi að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags. Þeir eru þó ekki tilbúnir að koma fram undir nafni. Á vefnum www.hluthafi.com er gefið upp tölvupóstfang og sendi fréttastofa fyrirspurn þangað. Svar barst nú síðdegis þar sem kemur fram að þeir sem hafa skráð sig í áskrift verði boðið á stofnfund hlutfélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag. Forsvarsmenn Hluthafa segjasta vera nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“. Í svari til fréttastofu segjast þeir starfa eftir lögum um hlutafélög. Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild. Svar forsvarsmanna hluthafa.com má sjá hér fyrir neðan:Okkur hjá hluthafi.com hafa borist fyrirspurnir varðandi hópinn, sem stendur á bak við hluthafi.com. Við viljum benda á að við störfum eftir lögum um hlutafélög 1995 nr. 2 30. Janúar með síðari breytingum.12. gr. Ákvörðun um stofnun félags skal tekin á stofnfundi. Ef áskrift fæst að öllum hlutum á stofnfundi og allir viðurkenndir áskrifendur eru sammála þar um er unnt að taka ákvörðun um stofnun félagsins án frekari funda. Sé svo ekki skulu stofnendur boða alla áskrifendur til stofnfundar. Um stofnfundinn gilda reglur laga þessara og samþykkta félagsins um hluthafafundi. Stofnendur skulu sjá um að áskriftarskrár og þeir samningar og gögn sem fylgja stofnsamningi séu til sýnis fyrir áskrifendur í eina viku fyrir stofnfund á stað sem greinir í fundarboði. Á stofnfundi skulu stofnendur leggja fram stofnsamning og öll þau skjöl sem um ræðir í 3. mgr. ásamt skrá yfir þann fjölda hluta sem stofnendur hafa samþykkt, skiptingu hlutafjárins á einstaka áskrifendur og skýrslu um það fé sem þegar hefur verið greitt. Þessar upplýsingar skal færa til bókar.Stofnun félags á grundvelli 12. greinar hlutafélagalaga hefur ekki farið fram. Ef og þegar slík stofnun almenningshlutafélags fer fram, þá verður öllum þeim, sem hafa skráð sig fyrir áskrift boðið á stofnfund. Á þeim fundi kjósa hinir nýju hluthafar stjórn.Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.Fjölmiðlum gefst kostur á að senda fyrirspurnir fyrir klukkan 19.00 í kvöld 14.04.2019.Við vonumst til að geta svarað, sem flestum spurningum í yfirlýsingu, sem við sendum á morgun eða þriðjudag.Virðingarfyllst,Hluthafi.com
WOW Air Tengdar fréttir Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 14. apríl 2019 13:12