Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus Ari Brynjólfsson og Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2019 07:30 Til stendur að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni fyrir átta íbúðir. Athugasemdafrestur rennur út á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Hátt í þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem mótmælt er byggingu búsetuúrræðis fyrir geðfatlað fólk í Hagaseli í Seljahverfi. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi vegna undirskriftasöfnunarinnar þar sem varað er við fordómum gegn geðfötluðu fólki. „Ekki stafar sérstök hætta af geðfötluðu fólki og mikilvægt að ala ekki á slíkum fordómum. Það virðist þrautseig mýta að fylgni sé milli geðfötlunar og þess að beita ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu ráðsins. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur spurningarmerki við yfirlýsinguna, hún sé taktlaus þótt innihaldið sé gott og gilt.Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.MYND/HÅKON BRODER LUND„Þegar málið er sett í samhengi við það sem hefur átt sér stað í þessu hverfi, þá finnst mér rosalega ljótt af fulltrúum meirihlutans að saka íbúa um fordóma. Það er mikil tortryggni í garð borgarinnar í kjölfar þess sem gerðist með Rangársel, borgin ætti að sýna auðmýkt og vinna með íbúum frekar en á móti þeim,“ segir Egill Þór, en hann starfaði sjálfur í búsetukjarnanum Rangárseli en árið 2017 var hafist handa við að koma fyrir öryggisvistun í sama húsnæði. „Það varð allt vitlaust þegar það voru settar upp öryggisgirðingar í skjóli nætur og sérsveitin þurfti að koma oftar en einu sinni,“ segir Egill Þór, hann bætir við að engin vandamál hafi komið upp tengd búsetukjarnanum Rangárseli síðustu tvö ár.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata.Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður ráðsins, segir að þótt málið sé á borði velferðarsviðs þá hafi verið ástæða til að ítreka stuðning við fatlað fólk. „Það er sífellt verið að líkja þessu við úrræði í Rangárseli, sem er öryggisvistun. En geðfatlað fólk er jafn fjölbreyttur hópur og við hin. Þessi umræða er að mörgu leyti fordómafull og tiltölulega illa upplýst.“ Egill Þór er sjálfur íbúi í hverfinu og hefur rætt við fjölmarga aðra íbúa. „Íbúarnir óttast ekki að þangað sé að fara að flytja fólk með geðraskanir. Það er í fínu lagi. Það hefur meiri áhyggjur af þessum mögulega fíknivanda.“ Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segjast ekki hafa fengið skýr svör frá Reykjavíkurborg um hvort einstaklingar með fíknivanda verði hýstir í Hagaseli. Egill Þór segir íbúa ekki hafa fengið að segja sitt. „Ég sagði það, á lokuðum fundi í febrúar þegar þetta var á dagskrá, að í ljósi alls þess sem gerst hefur á þessu litla svæði, að það verði talað við íbúana áður en þetta verði keyrt í gegn. Það var bara hlegið að því, sem er lýsandi fyrir sýndarsamráð borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00