Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 09:01 Vinnuvélum sem fjarlægja eldsneytishylkin er fjarstýrt frá skrifstofu TEPCO, eiganda kjarnorkuversins. Vísir/EPA Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34
Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30