„Viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 10:27 Friðrik Atli Guðmundsson er umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com. Vísir/Facebook „Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi. WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
„Það er rúm vika síðan þetta fór af stað,“ segir Friðrik Atli Guðmundsson umsjónarmaður vefsins Hluthafi.com þar sem ætlunin er að safna fjármagni fyrir annað hvort endurreisn WOW air eða nýs lággjaldaflugfélags. „Við höfum unnið hart og þétt að þessu síðustu daga,“ segir Friðrik Atli en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Guðmundi Bjarna Yngvasyni, Sólhúsi ehf. Vefurinn fór í loftið í gær og óskuðu aðstandendur hans eftir nafnleynd. Í gærkvöldi var bætt við klausu um það hvaða fyrirtæki kostaði vefinn og hver væri umsjónarmaður hans. Var það gert að sögn aðstandenda vefsins vegna spurninga fjölmiðla um hver væri að baki vefnum.Ekki opinberar persónur Spurður hvers vegna þeir vildu nafnleynd segir Friðrik að aðstandendur hópsins séu ekki opinberar persónur. „Og viljum að almenningur og fjölmiðlar virði okkar friðhelgi. Það eru ekki allir tilbúnir að stíga fram og fá athygli og símtöl alveg hægri vinstri .Við ætlum að verða okkur úti um talsmann, en annars ætlum við að reyna að halda fólki upplýstu á vefsíðunni,“ segir Friðrik. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort að aðstandendur hópsins hafi sett sér markmið um að ná einhverri lágmarksfjárhæð til að stofna hlutafélag sem yrði nýtt til að endurreisa WOW air eða koma að stofnun nýs lággjaldaflugfélags. „Það fer allt eftir hvernig staðan þróast á þessum markaði,“ segir Friðrik Atli og nefnir þar til dæmis viðræður við aðra fjárfesta. Greint var frá því á laugardag að Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air hefði átt í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið PT Capital um stofnun nýs flugfélags. PT Capital á hlut í KEA-hótelum og fjarskiptafyrirtækinu NOVA. „Almenningur í landinu gæti tekið þátt í kostnaði nýs félags, ef þetta almenningsfélag verður til,“ segir Friðrik.Skúli Mogensen.vísir/vilhelmSkúli ekki haft samband Skúli sagði í gær að hann kannaðist ekki við vefinn Hluthafa eða þá sem að honum standa. Hann sagði hins vegar við Fréttablaðið að hann fylgdist með af áhuga en Friðrik Atli segir Skúla ekki hafa haft samband við aðstandendur vefsins. Aðstandendur hópsins gefa sér 90 daga til að safna nægu fjármagni til að geta komið á laggirnar hlutafélaginu með það að markmiði að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef einhver gefur vilyrði fyrir fjármagni er honum lofað að það vilyrði falli niður ef ekkert verður af stofnun hlutafélagsins innan 90 daga. Friðrik segir að áhrif falls WOW air séu ekki öll komin í ljós og það eigi eftir að hafa mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar til langs tíma. Það sé almenningi til bóta að koma á föt öðru flugfélagi hér á landi.
WOW Air Tengdar fréttir Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 „Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Áskrifendum verður boðið á stofnfund nýs hlutafélags Forsvarsmenn Hluthafa.com eru ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni. 14. apríl 2019 19:13
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
„Fólk þarf að passa sig á svona“ Tölvuöryggissérfræðingur segir það ekki traustvekjandi að forsvarsmenn Hluthafa.com vilji nafnleynd. 14. apríl 2019 21:42