Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar. „Þetta er sérstök aðför að heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Ég get ekki annað sagt,“ segir Björgvin Þorsteinsson lögmaður Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir heimild til að áfrýja máli lögmannsins og fyrrverandi Hæstaréttardómara, Jóns Steinars, á hendur félaginu. Dómur gekk í Landsrétti í síðustu viku þar sem dómi frá í héraði var snúið Jóni Steinari í vil. Þannig liggur fyrir að sjálft Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar í málinu. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti.Óræðar heimildir Dómur Landsréttar er skýr að mati Jóns Steinars og Björgvins meðan dómurinn sem féll í héraði stenst að þeirra mati enga skoðun og sé að þeirra mati hinn einkennilegasti.Jón Steinar lögmaður er fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann hefur gagnrýnt dómstóla harðlega og er nú kominn uppá kant við sitt eigið félag en þar er hann heiðursfélagi.fbl/ernirNiðurstaða dómsins byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands er geti ekki átt aðild að kærum til þessarar nefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úrskurðarnefndin geti aðeins fjallað um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem hefur talið að lögmaður hafi brotið gegn sér. Svo háttaði ekki í þessu máli, að sögn Björgvins, heldur tók stjórn Lögmannafélagsins það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur Jóni til nefndarinnar vegna samskipta hans við mann sem var stjórninni óviðkomandi.Skilur ekki hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu Björgvin segir áminninguna sem Jón Steinar hlaut fráleita. Fyrir nokkrum árum óskaði þáverandi stjórn lögmannafélagsins eftir því að sett yrði inn í lög heimild til að stjórnin gæti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefnd. Það varð ekki.Reimar Pétursson er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.visir/gva„Þá bara tóku þeir sér þetta vald. Með aðstoð úrskurðarnefndarinnar sem er þeim greinilega handgengin,“ segir Björgvin og bendir á það sem hann telur að ætti að blasa við að fyrst farið var fram á að þetta ákvæði yrði sett inn í lög þá hlytu það að byggja á þeim skilningi að um ólögmæta aðgerð væri að ræða öðrum kosti. Sú heimild hafi ekki verið fyrir hendi. „Ég get ekki séð hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu. Ég held að það sé nóg komið. Og það væri gaman að vita hversu mikinn kostnað félagið hefur mátt standa straum af vegna þessarar vegferðar. Og greinilega vilja þeir fórna meiru til.“Segir lögmannafélagið hafa skömm af málinu Björgvin segir að fyrir utan að hafa lögbundnar skyldur sem lúta að eðlilegu eftirliti með lögmönnum þá ætti félagið kannski að einbeita sér að því að sinna hagsmunum lögmanna, en ekki dómara. Björgvin segist aðspurður ekki ætla að leggja mat á hvað býr þarna að baki.Landsréttur. Hugmyndin með millidómsstigi var meðal annars sú að minnka álag á Hæstarétti. Hins vegar virðast Íslendingar, og meira að segja sjálft Lögmannafélagið, ekki líta öðru vísi á en svo vert sé að áfrýja ýmsu sem þar er í dæmt.fbl/ernir„En, ég get ekki séð hvað það varðar lögmannastéttina í heild hvað einn lögmaður segir í símtali eða pósti til dómara. Þetta varðar orð sem féllu í póstum þeirra á milli. Sem svo dómarinn lætur fyrrum formann félagsins vita af. En leggur ekki fram neinar kröfur sjálfur. Formaðurinn fór með það fyrir fund í stjórn Lögmannafélagsins sem ákvað þá að verða aðili að þessu máli, að krefjast þess að Jón yrði áminntur. Allt kemur þetta til vegna þess að dómarinn var augljóslega að beita Jón rangindum. Það sést greinilega á bréfaskrifum þeirra, Jón Steinar verður reiður, bregst þannig við, að mörgu leyti eðlilega.“ Björgvin segist ekki sjá að þetta mál eigi neitt erindi til Hæstaréttar. „Lögmannafélagið hefur haft lítið annað en skömm af þessu máli. En hvort verður veitt áfrýjunarleyfi ætla ég ekki að segja um. Maður veit aldrei hvernig þeir eru innstilltir.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Berglindi Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands, í dag vegna málsins en án árangurs. Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Þetta er sérstök aðför að heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Ég get ekki annað sagt,“ segir Björgvin Þorsteinsson lögmaður Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir heimild til að áfrýja máli lögmannsins og fyrrverandi Hæstaréttardómara, Jóns Steinars, á hendur félaginu. Dómur gekk í Landsrétti í síðustu viku þar sem dómi frá í héraði var snúið Jóni Steinari í vil. Þannig liggur fyrir að sjálft Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar í málinu. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti.Óræðar heimildir Dómur Landsréttar er skýr að mati Jóns Steinars og Björgvins meðan dómurinn sem féll í héraði stenst að þeirra mati enga skoðun og sé að þeirra mati hinn einkennilegasti.Jón Steinar lögmaður er fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann hefur gagnrýnt dómstóla harðlega og er nú kominn uppá kant við sitt eigið félag en þar er hann heiðursfélagi.fbl/ernirNiðurstaða dómsins byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands er geti ekki átt aðild að kærum til þessarar nefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úrskurðarnefndin geti aðeins fjallað um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem hefur talið að lögmaður hafi brotið gegn sér. Svo háttaði ekki í þessu máli, að sögn Björgvins, heldur tók stjórn Lögmannafélagsins það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur Jóni til nefndarinnar vegna samskipta hans við mann sem var stjórninni óviðkomandi.Skilur ekki hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu Björgvin segir áminninguna sem Jón Steinar hlaut fráleita. Fyrir nokkrum árum óskaði þáverandi stjórn lögmannafélagsins eftir því að sett yrði inn í lög heimild til að stjórnin gæti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefnd. Það varð ekki.Reimar Pétursson er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.visir/gva„Þá bara tóku þeir sér þetta vald. Með aðstoð úrskurðarnefndarinnar sem er þeim greinilega handgengin,“ segir Björgvin og bendir á það sem hann telur að ætti að blasa við að fyrst farið var fram á að þetta ákvæði yrði sett inn í lög þá hlytu það að byggja á þeim skilningi að um ólögmæta aðgerð væri að ræða öðrum kosti. Sú heimild hafi ekki verið fyrir hendi. „Ég get ekki séð hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu. Ég held að það sé nóg komið. Og það væri gaman að vita hversu mikinn kostnað félagið hefur mátt standa straum af vegna þessarar vegferðar. Og greinilega vilja þeir fórna meiru til.“Segir lögmannafélagið hafa skömm af málinu Björgvin segir að fyrir utan að hafa lögbundnar skyldur sem lúta að eðlilegu eftirliti með lögmönnum þá ætti félagið kannski að einbeita sér að því að sinna hagsmunum lögmanna, en ekki dómara. Björgvin segist aðspurður ekki ætla að leggja mat á hvað býr þarna að baki.Landsréttur. Hugmyndin með millidómsstigi var meðal annars sú að minnka álag á Hæstarétti. Hins vegar virðast Íslendingar, og meira að segja sjálft Lögmannafélagið, ekki líta öðru vísi á en svo vert sé að áfrýja ýmsu sem þar er í dæmt.fbl/ernir„En, ég get ekki séð hvað það varðar lögmannastéttina í heild hvað einn lögmaður segir í símtali eða pósti til dómara. Þetta varðar orð sem féllu í póstum þeirra á milli. Sem svo dómarinn lætur fyrrum formann félagsins vita af. En leggur ekki fram neinar kröfur sjálfur. Formaðurinn fór með það fyrir fund í stjórn Lögmannafélagsins sem ákvað þá að verða aðili að þessu máli, að krefjast þess að Jón yrði áminntur. Allt kemur þetta til vegna þess að dómarinn var augljóslega að beita Jón rangindum. Það sést greinilega á bréfaskrifum þeirra, Jón Steinar verður reiður, bregst þannig við, að mörgu leyti eðlilega.“ Björgvin segist ekki sjá að þetta mál eigi neitt erindi til Hæstaréttar. „Lögmannafélagið hefur haft lítið annað en skömm af þessu máli. En hvort verður veitt áfrýjunarleyfi ætla ég ekki að segja um. Maður veit aldrei hvernig þeir eru innstilltir.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Berglindi Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands, í dag vegna málsins en án árangurs.
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50