„Þetta er heiðarlegur stormur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 08:42 Staðan klukkan 18 í dag samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands „Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
„Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent