Fullkomin frammistaða markvarðar Empoli: Varði 17 skot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 11:30 Dragowski átti leik upp á tíu gegn Atalanta. vísir/getty Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira