Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 18:47 Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26
Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32