Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar