Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:00 Erlendir sjóðir minnka við sig í Símanum. Fréttablaðið/Vilhelm Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira