Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. Mynd/Veitur Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira