Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. Mynd/Veitur Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira