Getur heimsbyggðin hindrað kjarnorkustríð? Sveinn Kristinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun