Getur heimsbyggðin hindrað kjarnorkustríð? Sveinn Kristinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun