Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2019 09:00 Það er ekki alveg jafn gaman hjá Ole Gunnar þessa dagana. vísir/getty Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni en liðið tapaði afar sannfærandi, 3-0, fyrir Barcelona á Nývangi í gærkvöldi og tapaði einvíginu samanlagt, 4-0. Eftir endurkomuna ótrúlegu gegn PSG átti United ekki séns í frábært lið Barcelona. Ole Gunnar Solskjær hefur náð mögnuðum árangri með United-liðið síðan að hann tók við en tekið hefur að halla undan fæti síðustu vikurnar og er liðið mögulega að sýna sitt rétta sjálf. Það vill Phil McNulty, helsti fótboltablaðamaður BBC, allvega meina en hann lætur Manchester United heyra það í umfjöllun sinni um leikinn í Katalóníu í gærkvöldi. „Það sem að gerðist í París var kraftaverk en kraftaverk gerast ekki oft. Fótboltafræðin voru löguð í gær og þau sýndu að þetta United-lið á ekki heima í sama félagsskap og Barcelona,“ skrifar McNulty.„Þetta er afrakstur margra slæmra ára hjá United en nú er það undir Ole Gunnar Solskjær að laga hlutina. Ole er vissulega við stýrið eins og menn syngja en vegurinn fram undan gæti verið grýttur.“ „Launmorðinginn með barnsandlitið þarf nú að sýna að miskunnarleysi býr á bak við brosið því þetta lið er ekki nógu gott til að berjast um titla,“ segir Phil McNulty. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að fjórir af öftustu fimm hjá United í gær voru í liðinu þegar að United tapaði fyrir Basel í desember árið 2011 eða fyrir átta árum síðan. Það tap kom í veg fyrir að United komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Nú þurfa Solskjær og stjórnarformaðurinn Ed Woodward að endurbyggja liðið. Woodward þarf að sanna að hann ráði við fótboltahluta félagsins,“ segir Phil McNulty.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Segir Dembele mun betri leikmann en Neymar Forseti Barcelona er hrifinn af Dem 17. apríl 2019 07:00 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51
Solskjær: Í íþróttum færðu það sem þú átt skilið Solskjær ræðir stórleik kvöldsins. 16. apríl 2019 06:00