Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2019 12:10 Vasyl Hrytsak á blaðamannafundinum í morgun. EPA/SERGEY DOLZHENKO Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Rússland Úkraína Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segja að starfsmenn leyniþjónustu landsins (SBU) hafi handsamað hóp útsendara frá Rússlandi sem sendir hafi verið til Úkraínu til að ráða úkraínskan njósnara af dögum. Vasyl Hrytsak, yfirmaður SBU, hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann sagði sjö menn hafa verið handtekna og ákærða. Einn maður til viðbótar var handtekinn í morgun en ekki mun liggja fyrir hvort hann tengist umræddum hópi.Tveir mannanna eru rússneskir og hinir eru frá Úkraínu. Saksóknarinn Anatoly Matios sagði á blaðamannafundinum í morgun að Rússarnir væru starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mennirnir munu hafa reynt að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Sprengjan sprakk þó og slasaði einn úr hópnum alvarlega. Á fundinum var sýnt myndband af manni reyna að koma sprengju fyrir undir bíl áður en mikil sprenging varð. Þá sýndi myndbandið mann liggja á sjúkrahúsi og vantaði hluta af hægri handlegg hans. Hann sagðist vera Rússi. SBU segir hann heita Timur Dzortov og að hann hafi verið aðstoðarstarfsmannastjóri ríkisstjóra Ingushetia-héraðs í Rússlandi á árunum 2015-17. Hrytsak sagði leyniþjónustur Rússlands hafa sent nokkra slíka hópa til Úkraínu. Þeir væru meðal ananrs ábyrgir fyrir morði Maksim Shapoval, starfsmann leyniþjónustu úkraínska hersins, sem myrtur var með bílsprengju í júní 2017 og morðtilraun gagnvart öðrum starfsmanni leyniþjónustunnar fyrr í þessum mánuði. Christo Grozev, einn af rannsakendum Bellingcat sem opinberuðu nöfn mannanna sem grunaðir eru um Novichok eitrunina í Salisbury, segir nafn Dzortov hafa verið þurrkað út úr gagnabönkum í Rússlandi. Hann sé ekki lengur á skrá sem skattgreiðandi, á ökuskírteinaskrá eða vegabréfaskrá. Þrátt fyrir það hafi hann verið þar í september í fyrra.This is the Russian secret service officer who blew himself up earlier this month while placing a bomb under the car of a Ukrainian military intelligence officer. He also traveled under a fake ID. SBU says he is now in hospital, and that he was coerced by GRU to do this job pic.twitter.com/njrD00dldZ— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 For thread completion, here's the CCTV video of him blowing himself up. pic.twitter.com/NZmg6yVmqb— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Important: Russia has deleted all records of the existence of Timur Dzortov from RU databases. No such person in the central passport database (anymore). No such person with tax ID or driving license (anymore). Yet, he existed in Sept 2018, as he is in our offline databases:)— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019 Here, be existed healthily in a Sept 2018 snapshot of the residential and passport database. We have checked three real-time databases today and he is ... no longer a person. pic.twitter.com/d9h40xzXsa— Christo Grozev (@christogrozev) April 17, 2019
Rússland Úkraína Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Sjá meira